Persónuverndarstefna
Vefbækur IÐNÚ og Forlagsins
Vefbækur IÐNÚ og Forlagsins
Persónuverndarstefna
Okkur er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem við meðhöndlum og höfum því sett okkur persónuverndarstefnu sem er birt hér á vef fyrirtækisins.
Við virðum rétt þinn og stuðlum að því að farið sé með persónuupplýsingar þínar í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Við tryggjum að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Markmið þessarar persónuverndarstefna er að upplýsa þig um það hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar um þig, s.s. um vinnslu, varðveislu og öryggi þeirra.
1. Inngangur
Rekstrarfélag IÐNÚ útgáfu er IÐNMENNT ses. sem var stofnað 22. október 1999 úr Sambandi iðnmenntaskóla og IÐNÚ bókaútgáfu sem höfðu þá starfað í 50 ár. Stofnendur IÐNMENNTAR, sem er sjálfseignarstofnun, voru fimmtán aðildarskólar Sambands iðnmenntaskóla en eru þrettán talsins í dag.
Auk bóka- og kortaútgáfu starfrækir IÐNMENNT prentstofu og IÐNÚ bókabúð í Brautarholti 8 í Reykjavík ásamt vefversluninni www.idnu.is.
Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu. Þar er einnig rekin Réttindastofa Forlagsins sem selur útgáfurétt af íslenskum bókum til erlendra útgefenda.
Forlagið rekur tvær bókabúðir, auk vefverslunar www.forlagid.is.
2. Upplýsingar um ábyrgðaraðila
Ábyrgðaraðilar eru IÐNMENNT ses. og Forlagið ehf. en ábyrgðaraðilinn ákveður tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga sem viðskiptavinir eða þeir sem heimsækja vefsíðu fyrirtækisins veita fyrirtækinu.
Þú getur haft samband við ábyrgðaraðila okkar á eftirfarandi netfangi: idnu@idnu.is eða forlagid@forlagid.is
3. Tegundir upplýsinga – vinnsla og tilgangur
Við varðveitum og vinnum einungis með þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir okkur til að þjónusta þig.
Tegundir þeirra persónuupplýsingar sem við bæði söfnum og vinnum með fer eftir því hvernig þú notar þjónustu okkar.
Fótspor („cookies“)
Þegar þú heimsækir síðuna okkar notum við svokölluð fótspor („cookies“) til að safna upplýsingum. Er þetta gagnaskrá sem ber kennsl á tækið þitt og þær aðgerðir sem þú framkvæmdir síðast. Eru fótspor notuð í þeim tilgangi að bæta vefsíðuna og til að auka virkni hennar og gera þar með heimsókn viðskiptavina og þína auðveldari fyrir.
Nauðsynlegar persónuupplýsingar
Við vinnum og varðveitum upplýsingar í þeim tilgangi að uppfylla markmið okkar með vinnslunni. Við vinnum aðeins með nauðsynlegar og viðeigandi upplýsingar til að geta selt þér þjónustu okkar og vöru, við þróun á þjónustu okkar og vöru, til að uppfylla lagalegar kröfur, i viðskiptalegum tilgangi, fyrir samskipti okkar við þig og að lokum til að skapa og mæta þörfum þínum í tengslum við þjónustu okkar.
Varðandi vinnslu á nauðsynlegum upplýsingum fáum við samþykki þitt áður en við hefjum vinnu með þær upplýsingar.
Tilgangur með vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum er að gera þjónustu okkar betri og tryggja gæði í vörum okkar og þjónustu.
Þær nauðsynlegu upplýsingar sem við fáum eru tengiliðaupplýsingar og aðrar upplýsingar í tengslum við þjónustu okkar.
Tengiliðaupplýsingar
Fullt nafn, aldur og netfang eru upplýsingar sem við notum við þjónustu okkar auk skólatengdra upplýsinga á borð við hlutverk (t.d. kennari, nemandi) og stofnun (skóli). Netfang er notað fyrir áminningar og samskipti okkar við þig þegar þú kaupir þjónustu eða vöru af okkur.
Aðrar upplýsingar í tengslum við þjónustu okkar
Upplýsingar um notkun þína á vefbókum okkar.
4. Öflun heimildar fyrir vinnslu persónuupplýsinga
Þegar þú heimsækir vefsíðu okkar færðu tilkynningu um notkun fótspora („cookies“). Tilkynningin hljómar eftirfarandi: „Þessi vefsíða notar fótspor („cookies“) til að bæta upplifun þína.“ Með því að ýta á samþykkt samþykkir þú skilmála okkar um fótspor.
Þegar við biðjum þig um að gera persónuupplýsingar þínar tiltækar fyrir okkur tilkynnum við þér hvaða upplýsingar við vinnum með og hver tilgangur þeirrar vinnslu er. Þar með fáum við samþykki þitt áður en við hefjum okkar vinnu með þær upplýsingar.
Auk þess fáum við samþykki þitt fyrir því að mega senda þér fréttatilkynningar og annarskonar markaðsefni fyrirtækisins.
Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki þitt með því að hafa samband við ábyrgðaraðila.
5. Miðlun og viðtakendur persónuupplýsinga
Upplýsingar eru ekki áframsendar til þriðja aðila án samþykkis frá þér að frátöldum Systime A/S en hugbúnaður okkar er frá þeim. Systime A/S er háþróað danskt útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í stafrænu fræðsluefni í Danmörku. Fyrirtækið fær upplýsingar þínar við stofnun aðgangs og tryggir það að þær upplýsingar séu alltaf unnar í samræmi við gildandi lög, sbr. https://systime.dk/index.php?id=1660&L=1
6. Varðveislutími gagna
Við geymum persónuupplýsingarnar þínar í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla markmið okkar með tilgangi vinnslunnar. Þú átt rétt á því að biðja um að gögnum þínum og upplýsingum um þig verði eytt. Þessi réttur takmarkast þó af því að við getum ekki sinnt þjónustu okkar án gagnanna og auk þess gæti okkur verið skylt samkvæmt lögum að geyma upplýsingarnar.
Þegar persónuupplýsingar eru ekki lengur nauðsynlegar eyðum við þeim.
7. Öryggi
Okkur er mikið í mun að vernda upplýsingarnar þínar og tryggja öryggi þeirra. Gagnagrunnurinn er hýstur hjá gagnamiðstöð Amazon í Dublin á Írlandi og er varinn af þeim, sbr. https://docs.aws.amazon.com/acm/.
Við notum SSL/TLS til að dulkóða öll persónuleg gögn sem eru notendur skrá inn í kerfið (Secure Socket Layer), sbr. https://www.globalsign.com/en/ssl-information-center/what-is-an-ssl-certificate/. Önnur gögn eru dulkóðuð þegar þau flytjast á milli gagnamiðstöðva.
8. Þín réttindi skv. persónuverndarlöggjöfinni
Þú hefur rétt á að óska eftir að fá gögn um þig afhent hvenær sem er. Aðgangur að þínum gögnum getur þó verið takmarkaður vegna persónuverndar annarra einstaklinga. Þá átt þú ávallt rétt á því að fá rangar, villandi eða ófullkomnar persónuupplýsingar um þig leiðréttar sem og að takmarka og andmæla vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess hefur þú rétt til að flytja upplýsingarnar þínar og/eða láta eyða þeim.
Að baki vefbok.is standa:
IÐNÚ útgáfa
Brautarholt 8
105 Reykjavík
idnu@idnu.is
s: 517 7200
Að baki vefbok.is standa:
Forlagið
Bræðraborgastíg 7
101 Reykjavík
forlagid@forlagid.is
s: 575 5600
Upplýsingar