Um

Vefbækur IÐNÚ og Forlagsins

 

 

Saga verkefnisins

Norrænt samstarf

Á árunum 2015-2018 tóku IÐNÚ útgáfa  og Forlagið þátt í samnorrænu verkefni, ásamt Færeyjum, Grænlandi og Danmörku, sem sneri að því að þróa gagnvirkar vefbækur í hverju landi með notkun hugbúnaðar frá dönsku útgáfunni Systime solutions. Þar í landi hafa nemendur og kennarar í framhaldsskólum notast við vefbækur (iBog®) undanfarin 10 ár og hefur það reynst afar vel.

Íslensku bókaútgáfurnar tvær hafa nú sett upp samtals sjö kennslubækur í þessum hugbúnaði og hafa þær verið í tilraunakennslu og kynningu í nokkrum framhaldsskólum frá árinu 2018.

Vefbækur eru í eðli sínu tengdar neti upplýsinga sem er í samræmi við heimsmynd nemenda samtímans sem flestir eru innfæddir á internetinu.

 

Möguleikar vefbóka

Í takt við breytta tíma

Vefbækur af þessu tagi teljum við hafa marga kosti sem miðill fyrir námsefni. Þar ber fyrst að nefna hve auðvelt og aðgengilegt er að uppfæra innihald þeirra þar sem útgáfan er ekki takmörkuð af prentuðum lager bóka.

Jafnframt má lækka kostnað nemenda við kaup á kennsluefni með annars konar útgáfuferli. Inni í bókunum sjálfum gefst nemendum kostur á því að velja mismunandi stillingar á leturgerð og bakgrunni auk þess sem hægt er að hlusta á textann með aðstoð talgervils.

Þannig er komið til móts við ólíkar þarfir nemenda og námsefnið verður einstaklingsmiðað.

Skýringarefni vefbókanna getur verið af margvíslegum toga, t.d. myndbönd og hreyfimyndir. Í texta vefbóka birtast orðskýringar jafnóðum og auðvelda þannig nemendum að skilja ný hugtök um leið og textinn er lesinn. Nemendur geta einnig glósað og leyst verkefni í vefbókarviðmótinu. Jafnframt eru gagnvirk verkefni og sjálfspróf yfirleitt hluti af vefbókunum.

Að baki vefbok.is standa:

IÐNÚ útgáfa
Brautarholt 8
105 Reykjavík
idnu@idnu.is
s: 517 7200

Að baki vefbok.is standa:

Forlagið
Bræðraborgastíg 7
101 Reykjavík
forlagid@forlagid.is
s: 575 5600