Uppeldi – Kennslubók fyrir framhaldsskóla er inngangsrit um uppeldisfræði. Bókinni er ætlað að glæða skilning lesenda á mikilvægi uppeldisins og stuðla að meira öryggi og ánægju í samskiptum við börn.
Bókin fjallar meðal annars um þroskaferil barnsins, sögu uppeldis og menntunar og gildi teikninga, bóka, fjölmiðla, netsins, leikja og íþrótta fyrir þroska barna og áhrif áfalla og kvíðavalda.
Höfundar eru Guðrún Friðgeirsdóttir og Margrét Jónsdóttir.
Endurskoðun og uppfærslur fyrir 4. útgáfu annaðist Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir framhaldsskólakennari.
Verð
3.490 kr. fyrir 1 önn (581 kr. á mánuði)
3.990 kr. fyrir 1 ár (332 kr. á mánuði)
4.490 kr. fyrir 3 ár (124 kr. á mánuði)