Vefbækur

IÐNÚ kynnir nýjung í námsbókaútgáfu

 

 

Nú stendur nemendum og kennurum til boða að kaupa sér aðgang að námsefni sem er gagnvirkt og í stöðugri þróun. Vefbókarformið hentar afar vel fyrir kennsluefni vegna þess að mögulegt er að útskýra mismunandi námsefni og aðferðir með gagnvirkum hætti svo nemendur fá víðtækari skilning á efninu.

Vefbækur eru þess eðlis að notendur stofna sér aðgang og virkja hverja bók með svokölluðum veflykli sem þeir kaupa í vefverslun IÐNÚ.

Með því að smella á „Setja í körfu“ mun kaupandinn flytjast yfir í vefverslun IÐNÚ þar sem hægt er að ganga frá kaupunum. Í framhaldinu fær kaupandinn sendan veflykil sem hann notar til að virkja aðganginn að vefbókinni.

Bakarabókin

Vefbókin Bakarabókin er íslensk þýðing og staðfæring á sænsku kennslubókunum Bageri og Konditori. Um er að ræða viðamesta kennsluefni fyrir bakaraiðn sem komið hefur út á íslensku.

Verð fyrir 6 mánaða aðgang að Bakarabókinni:

7980 kr.

(1330 kr. á mánuði)

Vinnuvernd

Vefbókin Vinnuvernd er ný útgáfa af þekktri kennslubók eftir Eyþór Víðisson. Vefbókin hefur það fram yfir prentuðu útgáfuna að efnið er uppfært og endurskoðað auk þess sem í henni er að finna skýringarmyndbönd, gagnvirkar orðskýringar og æfingar.

Verð fyrir 6 mánaða aðgang að Vinnuvernd:

2975 kr.

(496 kr. á mánuði)

Líffræðibókin

Vefbókin Líffræðibókin er ný íslensk þýðing og staðfæring á dönsku vefbókinni Biologibogen. Vefbókin inniheldur fjöldann allan af myndum, myndböndum, gagnvirkum orðskýringum og æfingum.

Verð fyrir 6 mánaða aðgang að Líffræðibókinni:

5990 kr.

(998 kr. á mánuði)

Stærðfræði 1

Vefbókin Stærðfræði 1 er nýtt kennsluefni eftir Gísla Bachmann og Helgu Björnsdóttur sem bæði hafa verið kennarar við Tækniskólann um langt skeið.

Verð fyrir 6 mánaða aðgang að Stærðfræði 1:

2975 kr.

(496 kr. á mánuði)

Um okkur

IÐNÚ útgáfa
Brautarholt 8
105 Reykjavík
idnu@idnu.is
s: 517 7200